Stórmerkilegt....... eða bara ósköp eðlilegt?

Þetta eru alveg stórmerkilegar fréttir í ljósi vaxandi margmiðlunarútgáfu, netnotkun ofl. Það er eins og fólk vilji hafa eitthvað milli handana og auðvitað eru fréttir, greinar og almennur fróðleikur allt meira samanþjappað í dagblaði heldur en á netinu. Fólk notar netið  meira til að sækja sér ítarupplýsingar og náttúrulega til samskipta á ýmsan máta. Þetta á þó kannski eftir að breytast eftir því sem árin líða. Þá er bókin í sókn og bókalestur virðist vera að aukast, enda fátt notalegra en að halla sér út af með góða bók og taka sér þann tíma sem maður þarf til að njóta hennar. Þegar menn voru að spá dauða bókarinnar og hins prentaða máls fyrir einhverjum árum er eins og menn hafi gleymt því að fólk vill vera í þægilegum stellingum þegar það les fréttir eða eitthvað annað, en ekki sitja stjarft fyrir framan tölvuna, sem margir fá nú meira en nóg af í vinnunni sinni.
mbl.is Upplag dagblaða hefur aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband