KK allur

Þá er einn frumkvöðullinn fallinn frá í viðbót. KK var vissulega frumkvöðull. Hann blés töfrandi lífi í íslenskt tónlistarlíf á eftirstríðsárunum og var þar fremstur meðal jafningja. Það var margur tónlistarmaðurinn sem kom við í KK sextettinum og öðlaðist þar mikla reynslu. Ég man eftir honum þegar ég var barn og hann kom í heimsókn í þorpið mitt ásamt konu sinni Erlu. Þá var sko líf í tuskunum og þau hjónin geisluðu af krafti og gleði. Síðar kynntist ég tveimur börnum þeirra hjóna, Pétri og Sigrúnu og þar var það sama uppi á teningnum: Mikil gleði, mikill kraftur. Ég votta ættingjum Kristjáns mína dýpstu samúð.
mbl.is Andlát: Kristján Kristjánsson (KK) tónlistarmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband