Flugurnar syngja við fallega rós. Fagurklædd börnin fá af mæðrunum hrós

Auðvitað er fjölmenni í miðborginni. Allt fer vel fram undir styrkri stjórn Benónýs Ægisonar.  Peysufötin og börnin og og blöðrurnar á sínum stað. "Flugurnar syngja við fallega rós. Fagurklædd börnin fá af mæðrunum hrós. Á austurvelli er ástfangið par. Ákveðið í því að elskast þar. Trúbador syngur á torginu lag. Tilbúinn í þennan himneska dag." (Bergur Thorberg 1987). Vonandi verður ekki of mikill galsi í fólki þegar kvöldar. Í gærkvöldi og alla nótt var ekki mikill svefnfriður í mínum húsum fyrir góðglöðum nátthröfnum. Gleðilega þjóðhátíð.
mbl.is Fjölmenni í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband