Var Gamlárskvöld í gær?

Aumingja dýrin. Það er ekkert nýtt að dýr verði ofsahrædd t.d. á Gamlárskvöld í öllum látunum. Hundar í minni familíu hafa skriðið í felur um áramót. Nema einn. Franskur Bulldog. Hún gelti bara á móti, þá fjögurra mánaða gömul, og urraði og lét öllum illum látum og vildi vera með í hasarnum. Hundaeigendur geta náttúrulega búið dýrin sín undir lætin um áramót að einhverju marki. Það er verra þegar þetta kemur á öllum árstímum. Ég vona svo innilega að dalmatíurnar komi í leitirnar fljótlega og jafni sig á óskundanum.
mbl.is Hundar trylltust við flugelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Já þetta er leiðinlegt. Fólk er alltaf að gera ekkað sem er bannað líkt og að skjóta upp flugeldum núna. Rétt að það er ekkert nýtt að dýr hræðist þessi læti, við erum með 2 hunda, öðrum þeirra er nokk sama um hvellina en hinn hundurinn minn þarf alltaf að fá róandi á gamlárskvöld og henni mjög illa við alla kvelli. Ég vona innilega að dalmantíuhundarnir skili sér aftur, og ég er viss um að það gerist.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 18.6.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég líka. Kveðjur.

Bergur Thorberg, 18.6.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband