Dauðadrukkinn á hjóli? Nei ósköp "venjulegur" borgari

Ég lagði bílnum mínum  við Laugaveginn í dag í blíðunni. Urmull af fólki spígsporaði á gangstéttunum og naut góða veðursins eða var þar í einhverjum erindagjörðum, eins og gengur. Nema hvað. Allt í einu heyri ég dynk og lít upp. Þá hafði hjólreiðamaður keyrt á bílinn minn. Hann féll við en reis á fætur og steig á bak hjólhestinum og hjólaði burt. Ég stökk út úr bílnum og kallaði á eftir honum: Meiddirðu þig? Hann varð hálf hvumsa við, en svaraði: Ha, nei, það held ég ekki. Skemmdi ég nokkuð bílinn þinn? Ég svaraði að bragði: Ha, nei, það held ég ekki. Svo hvarf hann ásamt spúsu sinni í mannhafið. Ég varð vitni að því að fjöldi manns hjólaði á gangstéttunum, sem iðuðu af gangandi fólki, en af hjólinu skyldi fólk ekki. Með poka á stýrinu, hjólandi hægar en gangandi vegfarendur, slagandi á milli manna eins og dauðadrukkið væri, sér og öðrum til stórhættu. Auðvitað á fólk að leiða hjólið sitt undir svona kringumstæðum. Er þetta svona töff að vera á hjólinu, hvað sem það kostar? Ég bara spyr sisona. En auðvitað erum við á Íslandi. Þar er ekkert verið að spyrja um leyfi. Gildir einu hvort keyrðir eru niður bílar, börn eða gamalmenni. Það er ÉG, sem er úti að hjóla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var einmitt að pæla í þessu um daginn þegar ég sá einhverja frétt um að nú ættu allir landar mínir að taka fram reiðhjólin og hjóla til vinnu.  Hvar á blessað fólið að hjóla það eru engvir hjólastígar í Reykjavík nema á einhverjum útivistarsvæðum..    Déskoti er þetta eitthvað öfugsnúið fyrir mér útlendingnum.   Ætla að fara að sofa á þessu svo ég býð bara góða nótt kæri bloggvinur.

Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Góða nótt Ía mín og siti Guðs englar í hring, sænginni yfir þinni.

Bergur Thorberg, 19.6.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Allir út að hjóla   það er víst sprenging í sölu á reiðhjólum á Íslandi þetta árið, fór um daginn að kaupa nýtt hjól fyrir son minn, en því miður var úrvalið lítið hérna á Ísafirði , Ísfirðingar fá lítið af hjólum því þau seljast öll upp í Rvk og þar af leiðandi eru enginn hjól eftir fyrir okkur landsbyggðarpúkana......

Sigrún Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband