Stórbrotin kona á braut

Fallinn er frá einn af almestu snillingum sem íslenskt leikhús hefur eignast. Hún kom eins og stormur inn í leikhúsið á sjöunda áratugnum og þann storm hafði ekki lægt er kallið stóra kom. Það var unun að fylgjast með starfi þeirra hjóna, Brynju og Erlings, og ljóst er að eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni, því Benni sonur þeirra er einn albesti leikari og leikhöfundur samtímans. Verk þessarar samhentu fjölskyldu eru og hafa verið stórkostleg í gegnum tíð sem á stundum var ekki tilbúin fyrir þeirra framtíðarsýn en sem betur fer æði oft. Margir munu minnast Brynju því margir voru samstarfsmennirnir og ég hygg að flestum sé samstarf við hana eftiminnilegt. Við drúpum höfði til minningar um þessa stórbrotnu konu og ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til Erlings og Benna. Blessuð sé minning Brynju Benediktsdóttur. 
mbl.is Andlát: Brynja Benediktsdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég átti mjög erfitt með að meðtaka þetta í gærkvöldi.  Þetta er svo sárt. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Bumba

Minning hennar lifi. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég líka, Ía mín. Það var svo margt framundan.

Bergur Thorberg, 23.6.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband