Reiðhjól eru til að hjóla á..... ekki í

Hitti hjólaviðgerðarmanninn minn á Hverfisgötunni í dag en hann hefur gert við mín hjól í 15-20 ár. Hann brosti út í bæði. Sem er svo sem ekkert nýtt, ákaflega geðgóður maður og greiðvikinn. Hann sagði að það hefði aldrei verið meira að gera hjá sér en nú. Enda kominn með aðstoðarmann. Það var ekkert sérstaklega mikið að gera hjá honum þegar ég fór að biðja hann um aðstoð varðandi hjólin, en nú er öldin önnur Og svo leigir hann út einhver ósköp af hjólum. Ég hef nú ekki verið neitt sérstaklega duglegur við hjólreiðar undanfarin ár en er að hugsa um að breyta því. Ég hef verið mikið á flakki í útlöndum og einhvern veginn ekki komið mér upp hjólarútínunni aftur. Notað bílinn allt of mikið, sem oft er hreinasti óþarfi, þar sem ég bý í miðbænum og sæki flest sem ég þarf þar. En að finna lyktina inn á verkstæði hjá þeim gamla var eins og að verða barnungur á ný og fiðringur fór um allan kroppinn. Vel á minnst: Okkur vantar fleiri handverksmenn í miðbæinn. Það er frábært að hjóla, svo lengi sem við pössum okkur á að hjóla ekki í reiðhjólin eins og þessi danski sem misnotar þau kynferðislega.
mbl.is Engin kreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband