Viva Espania

Það var aldrei spurning hvorir myndu vinna leikinn í kvöld. Þjóðverjar byrjuðu þó betur en það var úr þeim allur vindur eftir fimmtán mínútna leik. Spánverjar spiluðu sinn íðilfagra sendingarbolta og unnu mjög verðskuldað. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en það var vel við hæfi að Torres skoraði sigurmarkið en hann átti mjög góðan leik. Það er varla hægt að telja einn leikmann öðrum betri í spænska liðinu í kvöld. Liðið spilaði sem ein heild og hvergi var veikur hlekkur. Nú er fjör á Spáni. Til hamingju Zordís bloggari, Kristinn Krói í Madríd og allir Spánverjar. Hvað íslenskir karlmenn taka sér fyrir hendur á næstunni , nú þegar Evrópumótinu er lokið, verður bara að koma í ljós. Kannski er það ekki gott fyrir suma veitingamenn að mótinu sé lokið. Ég held að Ólympíuleikarnir hafi ekki lengur sama aðdráttarafl og fótboltinn, en þeir eru jú á næsta leiti. Þar vantar liðsandann. LIÐIÐ MITT, eins og við segjum. En það er nú ekki svo langt í enska boltann. Þá rúllar allt í gang aftur.
mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband