Í tölvuleik á Hafnarfjarðarveginum

Hvers konar frekja er þetta hjá lögreglunni að stöðva almennan borgara sem er að bregða sér á milli bæjarfélaga, aðeins léttur af bjórnum sem hann drakk með félögunum, þegar þeir voru í tölvuleiknum, og ekur á eðlilegum umferðarhraða? Alveg forkastanlegt! Spurningin er bara : Hvar telst 150 - 160km/klst, eðlilegur umferðarhraði? Kannski er það bara í tölvuleiknum sem viðkomandi er vanur að spila? Hvað veit ég.
mbl.is Ölvaður á 156 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Emil Karlsson

"Spurningin er bara : Hvar telst 150 - 160km/klst, eðlilegur umferðarhraði?"

 Á sumum köflum þýsku autobahn, sem vill svo til að eru meðal öruggustu vega í heimi per keyrðan kílómetra.

Hinsvegar er þetta nátúrulega fáránlega alvarlegt mál þar sem að a) hann var ölvaður og b) hafnarfjarðarvegurinn er ekki þýsk autobahn.

Vil bara benda á að hraðinn er ekki hættulegur einn og sér, það er hvernig maður notar hann. Við réttar aðstæður er ekkert að því að keyra á 150 km/klst eða meira.

Karl Emil Karlsson, 3.7.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband