Glistrupinn kominn til Guðs?

Jæja, þá er Glistrupinn allur. Blessuð sé minning hans. Var hann mjög umdeildur í Danmörku og víðar og var allsendis óhræddur við að viðra mjög svo óhefðbundnar skoðanir sínar hvar og hvenær sem var. Þeir voru góðir saman, hann og Simon Spies, sem einnig er látinn, Og á stundum vissi maður varla hvort þeir voru virkilega að meina það sem þeir létu út úr sér. Þeir létu kveða að sér á hinum ýmsu sviðum ( í pólitík og viðskiptum), og voru hinir mestu trúðar, sem létu m.a. taka af sér nektarmyndir með meiru. Stundum var eins og þeir gæfu hreinlega skít í hvað stjórnvöld og almenningur sagði um þá og , merkilegt nokk, komust að mestu leyti upp með það. Það sem varpar helst skugga á skrautlegan feril Mogens Glistrups er afstaða hans til útlendinga í Danmörku. Hann var sí og æ með niðurlægjandi yfirlýsingar í garð innflytjenda, sem áttu það ekki skilið. Slúðurblöðin lifðu góðu lífi á þeim kumpánum og gera að vissu leyti enn. Það er að minnsta kosti víst að þeir gleymast ekki í Danmörku í bráð.
mbl.is Mogens Glistrup er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

jað það kemur að þessum deigi hjá okkur öllum, burt séð frá því hver við erum, eða erum ekki

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 2.7.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: www.zordis.com

Blessuð sé minning hans!

www.zordis.com, 2.7.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband