Boris tekur til í London

Fjöldi morða hefur verið framinn í London á síðustu mánuðum og þá einkum með hnífum. Ég var staddur í London í byrjun maí og þá var einmitt framið morð um hábartan dag í aðeins 300m fjarlægð frá þeim stað sem ég var staddur á akkúrat þá. Fjöldi unglinga hefur verið myrtur og er þetta óhugnanlegt. Það er ekki laust við að hjarta manns slái örar þegar maður fréttir af stöðugt af fleiri morðum, því dóttir mín er í London núna og verður þar um tíma. Gott er að heyra að nýi borgarstjórinn í London hafi hrint af stað átaki gegn þessari óöld. Þetta hefur skaðað orðspor London mikið og enginn virðist vera óhultur. Og auðvitað eiga margir um sárt að binda. Hnífaglæpir fara vaxandi á Íslandi en vonandi eigum við ekki von á svona óöld hér á Íslandi. Það er samt gott að vera á varðbergi. Betra fyrr en seinna.
mbl.is Átak gegn hnífaglæpum ber árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Hnífaglæpir???"

Ætti þá að vera sér refsing fyrir morðtilræði með einhverju öðru, td hamri?  Skilgreina slíkt sem "hamraglæp?"  Fara að ræða um "hamramenningu?"

Þetta er bull.  Allt saman.  Þeir eru með stigvaxandi vandamál, og geta ekki dílað við það, svo þeir tína til eitthvað verkfæri og klína öllu bleiminu á það.

Þetta er ekki verkfæravandamál, þetta er félagslegt vandamál, og reyndar nokkuð smátt í sniðum svona miðað við ýmislegt. 

Ásgrímur Hartmannsson, 2.7.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband