Skökk og skæld á leiðinni til Reykjavíkur

Kannski var það ekki bara undirvagninn sem var skakkur? En það kemur nú ekki fram í fréttinni svo ég ætla nú ekki að hafa nein stór orð um það. Kannski var þetta bara fólk á leiðinni vestur til að mótmæla bágbornu ástandi vega á Vestfjörðum? Og ætlaði að nota rútuna í áróðursskyni? "Horfiði bara á þennan rúturæfil! Þá sjáiði hvernig bílarnir ykkur verða eftir tvö ár!" Kannski hefur hún verið notuð í mikilvægar áætlunarferðir og vegirnir hafa smátt og smátt brotið hana niður og skekkt hana og skælt? Aumingja rútan. Nú fær hún ekki að njóta framfaranna sem þó hafa orðið í íslenskri vegagerð. Hún fær ekki að keyra á malbikinu. Ekki lengur. Og kannski er enginn bíladoktor sem nennir að gera við hana? Og þá vitum við nú öll hvar hún endar. Í Reykjavík.
mbl.is Númerin klippt af hrörlegri rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband