Kling klang kling klang kling klang.................

Svona er Ísland. Í gegnum tíðina hef ég misst meiri svefn út af verkglöðum iðnaðarmönnum, gargandi garðsláttumönnum eða síðkvölda slípirokksmönnum, heldur en syngjandi fyllibyttum. Gildir þá einu hvar maður hefur verið búsettur í bænum. Sumir Íslendingar hafa þann leiða sið, að hamast fram eftir öllu kvöldi og jafnvel fram á nótt, við alls kyns viðgerðir og fínpússerí í kringum heimili sín, jafnvel þó þeir viti, að margir vilja njóta kvöldsins og næturinnar í friði og ró. Og enn aðrir fara hamförum eldsnemma að morgni. Þó ég búi ekki langt frá Hallgrímskirkju, nær þessi meinti hávaði ekki eyrum mínum, en ég skil vel að fólk sé pirrað bæði hótelgestir og íbúar, að vera truflaðir á þennan hátt. Svo er annað: Þó ég sé kristinn maður, þá skil ég ekki alveg að klukkur og bjöllur Hallgrímskirkju, þurfi að klingja svona oft og hátt. Það er svo sem ekkert einsdæmi að kirkjuklukkur hringi oft og hátt. Það gera þær víða um heiminn. En öllu má ofgera. Og ef dinglið á að minna mann á tímann, þá er nú lágmark að vísarnir á klukkum Hallgrímskirkju sýni réttan tíma. Það gera þeir svo sannarlega ekki. Oftast. Kling klang kling klang kling klang..................
mbl.is Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona,svona,svona! - Það hefur alltaf verið vitað að iðnaðarmenn eru algjör plága og mikill ófögnuður,það er iðulega skemmtilegasta mómentið að sjá þá fara. - Kveðja,Kristján smiður.

www.gaflarinn.net (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Að degi til. Já.

Bergur Thorberg, 5.7.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband