Ölvaður og æstur hælisleitandi kastaði bjórflösku í lögreglubifreið

Þessa frétt þurfti ég að lesa þrisvar til að vera viss. " Lögreglubifreið skemmdist er henni var ekið framhjá einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar við Hafnargötu. Ölvaður og æstur hælisleitandi kastaði í hana bjórflösku. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Verður hann yfirheyrður síðar". Allt er þetta samkvæmt dagbók lögreglu. Er það venja hjá lögreglunni á Suðurnesjum að tilgreina nákvæmlega í hvað stöðu menn eru í þjóðfélaginu, þegar hún verður að hafa afskipti af þeim? Ég er ekki að mæla því bót að menn kasti bjórflöskum í lögreglubíla, en hvers vegna í ósköpunum er tekið fram, að um hælisleitanda sé að ræða?  Er það vegna atburða liðinna daga? Er þarna svona augljós rasismi í gangi að lögreglan hefur ekki getað stillt sig um að nefna þetta í dagbókinni? Ég ætla að vona að þetta sé ekki prentvilla eða innskot blaðamanns Moggans. Enda kemur skýrt fram í fréttinni að þetta sé úr dagbók lögreglunnar. Lögreglan á Suðurnesjum er ekki öfundsverð af því, að hafa þurft að hafa afskipti af svo mörgum ribböldum, fyllibyttum og ólátabelgjum í nótt, eins og raun bar vitni. Það afsakar samt ekki það, að taka svona lagað fram í lögregluskýrslu, sem er síðan gerð opinber nánast strax. Þetta segir okkur nánast ekki neitt um "hælisleitandann". Það er daglegur viðburður að bjórflöskum sé kastað í allar áttir á Íslandi af "Íslendingum". Þetta segir hins vegar ansi margt um lögregluna á Suðurnesjum, ef satt er. Ja hérna. Hreina Ísland.
mbl.is Læti á Suðurnesjum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég býst við að þetta sé grín og í þessu samhengi sé hann hælisleitandi þar sem þú veist alveg hvað gerist ef þú ert að grýta lögguna.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, þú meinar það? Þar sem við ættum að vera? hm....

Bergur Thorberg, 6.7.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rasismi? Snýst málið s.s. um kynþætti?

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.7.2008 kl. 09:36

4 identicon

Hélt nú að þetta hefði hvert mannsbarn með snefil af heilastarfsemi átt að skilja, en nei svo er víst ekki. Fyndið.

Ágúst (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:31

5 identicon

Sælir

Já þetta er vægast sagt einkennileg frétt og leiðir einsog þú segir hugan að atburðum síðustu daga með Kenýa-manninn. Í því máli hafa ýmsir og ekki síst vor ástsæli dómsmálaráðherra viljað halda því fram að hann sé hinn versti maður.

Og fáum við það staðfest af lögreglunni á Suðurnesjum að hælisleitendur séu gjarnan hinir verstu ribbaldar og ódæðismenn...

Þetta minnir mig á hvað það pirraði mig á áttunda áratugnum þegar ég var sjómaður að oft var það tekið fram í fjölmiðlum að ölvaður sjómaður gerði hitt og þetta miður fallegt en aldrei sá maður fréttir einsog "ölvaður bókari hjá tryggingafélagi gekk berserksgang", eða "trésmiður tekinn fyrir ölvunarakstur".

Lifið heil!

Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú hittir naglann á höfuðið Jón Bragi.

Bergur Thorberg, 6.7.2008 kl. 14:07

7 identicon

Gleymdi bara að taka það fram að ég er lesgleraugnaleitandi íslendingur í útlöndum...

Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Aftur hittirðu naglann á höfuðið. Gleraugnalaus. Ég þekki marga í útlöndum. Ég skal leggja inn gott orð. Þ.e.a.s. ,ef ég finn gleraugað mitt. kv.

Bergur Thorberg, 6.7.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband