Er stutt í borgarastyrjöld?

Ríkir orðið borgarastyrjöld á Íslandi? Fjölmiðlar eru alla daga fullir af ofbeldisfréttum og lögregla ekki öfundsverð af hlutskipti sínu. Hver er ástæðan fyrir þessari vargöld? Drekka menn meira eða er þetta dópið eða er þetta kreppan sem fer svona í menn? Eru ryskingar á milli Íslendinga og útlendinga að verða að stóru vandamáli? Eru menn að missa stjórn á þessu öllu eða hafa hreinlega skapast þær aðstæður í okkar þjóðfélagi sem menn ráða ekki við og bjuggust ekki við? Ég held að menn verði að setjast niður og kryfja þessi mál til mergjar, áður en blóðið fer að flæða enn frekar á götum og í húsum hér á landi. Nóg er nú samt.
mbl.is Líkamsárásir og eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband