Bílaflotinn fjármagnaður af glæpamönnum

Er það ekki svolítið tæpt að nota ökutæki, sem hefur verið lagt hald á fyrr á árinu á glæpavettvangi, til lögreglustarfa? Þykir það bara sjálfsagt mál? Kannski í Bandaríkjunum. Svo er náttúrulega bara fyndið að bíllinn var fullur af eiturlyfjum. Hvernig er þetta á Íslandi? Eru hlutir, sem eru gerðir upptækir af lögreglunni, siðan notaðir af henni? Bara forvitni.
mbl.is Lögreglubíll fullur af dópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er ekki þannig hér eða á Evrópu alment. Það er margt skrítið í USA. þú þarft td að vera 21 til að kaupa bjór enn í mörgum ríkjum er nóg að vera 12 ára til að kaupa og eiga veiðibyssur enn þarft nú samt yfirleit að vera orðin 18 til að kaupa þér hálfsjálfvirka skambyssu eða árásarriffil!!

ómar (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já einmitt. Kýrhausinn. Margt skrýtið í honum Ómar.

Bergur Thorberg, 10.7.2008 kl. 20:25

3 identicon

Það sem gerir það að verkum að löggan í BNA notar mikið bíla dópsala sem ómerkta lögreglubíla eru sérstök lög sem ganga yfirleitt undir nafninu "asset forfeiture".  Þau eru notuð til að svipta þá sem sakfelldir eru fyrir skipulagða glæpastarfsemi þeim eignum sem þeir hafa sankað að sér með ólöglegu athæfi. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Forfeiture 

þegar asset forfeiture er í gildi snýst sönnunarbyrgðin hvað varðar eignir glæpamanna við - í staðinn fyrir að lögreglan þurfi að sanna að tiltekinn hlutur hafi verið keyptur með illa fengnu fé(s.s í gegnum dópsölu) þá þarf sakborningurinn að sanna að hann hafi eignast hann á löglegan hátt.  Ef hann getur það ekki þá eru viðkomandi eignir gerðar upptækar og stór hluti þeirra rennur í sjóði sem svo eru notaðir til að styrkja löggæslu í viðkomandi bæjarfélagi, borg eða fylki. 

Svona lög eru ekki í gildi á Íslandi, en nokkrir aðilar innan lögreglunnar hafa imprað á því hvort að þetta sé ekki málið, þar með talinn yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar í nýlegri grein í Fréttablaðinu(ef mig misminnir ekki, gæti hafa verið 24 Stundir), og telur að stærri dópsalar á íslandi eigi alltof auðvelt með að halda áfram að stýra starfsemi sinni jafnvel þó þeir séu bakvið lás og slá þar sem lögreglan getur illa fjarlægt það fjárhagslega bakland sem þeir hafa byggt upp.

Einar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Landfari

Ég stóð nú í þeiri meiningu að það væri búið að breyta þessu hér þannig að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið við í einmitt svona málum eins og Einar er að tala um. Hélt að Björn Bjarnason hefði komið þeirri breitingu á. Kanski er það bara ennþá frumvarp.

Ertu viss Einar að þetta sé ekki komið í lög hér?

Landfari, 10.7.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband