Man U býður 20 milljónir punda í Berbatov... Hlægilegt....

Dimitar Berbatov seems certain to leave Spurs

Man U hefur boðið 20 milljónir punda í Dimitar Berbatov, leikmann Tottenham. Alex Ferguson ætlar að reyna að lokka Berbatov til Man U með því, að hann fái að spila í Meistaradeildinni. Ég hef enga trú á því að Spursarar hoppi á þetta tilboð, enda allt of lág upphæð fyrir þennan snjalla leikmann, sem er núna á fullu að æfa með Spurs, fyrir komandi leiktíð. Þetta er stíllinn hjá Man U, reyna að taka það besta frá keppinautunum í krafti þeirra miklu peninga sem Unitedmenn ráða yfir. Talað hefur verið um að Spurs myndi ekki láta Berbatov fara fyrir minna en 30 milljónir punda og miðað við aðra leikmenn í úrvalsdeildinni, er hann þess virði. Berbatov hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé í góðum hópi og Meistaradeildin innan seilingar hjá Spurs. Launin hans hafa verið hækkuð og hann virðist ánægður. Það er helst umboðsmaður hans sem er að hræra í pottinum (eins og reyndar fleiri umboðsmenn), til að fá eitthvað í sinn vasa. (Græðgi). En nú hriktir í herbúðum Man U og allt reynt til að laga ástandið þar. Berbatov er leikmaður Tottenham og leikur í Meistaradeildinni að ári, hvað sem aðstoðarmannslaus og kannski Ronaldolaus Alex Ferguson reynir að klóra í bakkann með klækjum sínum. Ég trúi ekki öðru en að Spurs standist þessa lymskulegu árás frá "desperat" Man U mönnum. Og það með stæl. "Ekki falla á græðginni", sagði einhvern tíma einhver góður maður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband