12.7.2008 | 20:54
Í göngutúr með franskri hefðarmær
Fór í langa strembna ferð í 101 í dag, sem reyndist þegar upp var staðið, ágætis svefnmeðal. Með í för var ung frönsk hefðarmær að nafni, Natashja Alexandra Presley. Virtist hún njóta ferðarinnar í rigningunni. Rignir líka í Reykjavík? Hún leit á mig spyrjandi augum og ég stamaði einhverju út úr mér um, að það gerðist stundum. Mér fannst eins og hún skildi ekki alveg hvað ég var að fara, enda franskan mín ekki verið fínpússuð upp á síðkastið. Fyrsti áfangastaður var Reykjavík Art Gallery á Skúlagötunni. Þangað varð ég að fara til að kveikja á öndunarvélinni minni, sem er tengd við íslensku krónuna. Sem betur fer var krónan ekki alveg dauð, þrátt fyrir öndunarvélarleysið alla nóttina, og færðist fljótt í hana líf og roði hljóp um kinnar. Þegar við fórum, andaði hún ótt og títt eins og tíeyringur í tunglsljósi. Því næst var ferðinni heitið á tónleika hjá Skrokkabandinu. Reyndust þeir hin besta skemmtun, þó svo hin franska játaði fyrir mér, að hún skildi ekki eitt einasta orð. Það var kannski eins gott, því sumir textanna voru eins og samdir í myrkraherbergi í skammdeginu og herbergið hafi verið fullt af sauðdrukknum mönnum með sáðlátsdrauma. Síðan skárum við okkur leið í gegnum rigninguna, með hausinn fullan af ljóðum, sem við höfðum samið á staðnum, og linntum ekki leið okkar, fyrr en við komum heim á Grettisgötuna. Sótti þá á mig þvílíkur svefn, að ég mátti ganga til rekkju og svaf ég vænan klukkutíma. Ég vaknaði við að sú franska klóraði í rúmstokkinn og horfði á mig spyrjandi augum? Eigum við ekki að fá okkur eitthvað að borða? Si vou plait? Að lokinni ljúfengri máltíð með eðalvínum, sá ég að sú franska var farin að ókyrrast. Þá gerði ég mér allt í einu grein fyrir því, að sú franska hafði ekki gert stykkin sín í ferðinni góðu. Svo nú er það bara regnhlífin og út, áður en það verður of seint.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kaffimálari með meiru. Málar á hvolfi. Enda latur, annaðhvort í kaffi eða á hvolfi. Ennþá á lífi. Öll málverk og myndir af þeim eru vernduð af Myndstefi (copyright by Bergur Thorberg). Ef þið viljið hafa samband með tölvupósti þá er netfangið: thorberg@thorberg.is
Efni
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 386603
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Ágúst 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
32 dagar til jóla
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- gunnhildur
- zordis
- gudruntora
- einherji
- andres
- eggmann
- salvor
- birgitta
- eythoringi
- ipanama
- stinajohanns
- ferdalangur
- zoti
- hrafnaspark
- linduspjall
- gragnar
- pirradur
- jogamagg
- nimbus
- tomasha
- totally
- brjann
- stebbifr
- hlinnet
- sifjar
- jax
- gummisteingrims
- hlynurh
- bjarkey
- heringi
- vglilja
- fruheimsmeistari
- kolgrimur
- vefritid
- almal
- holar
- hvala
- siggith
- saemi7
- drhook
- ottarfelix
- dofri
- baldurkr
- sveinni
- ellyarmanns
- gudnym
- hrannarb
- skessa
- theld
- bjarnihardar
- sigfus
- omarragnarsson
- prakkarinn
- sij
- vertinn
- kallimatt
- ingibjorgstefans
- icekeiko
- ea
- eirikurbergmann
- steinisv
- joninaben
- fannygudbjorg
- jakobsmagg
- grazyna
- beggibestur
- oskir
- erla1001
- slubbert
- apalsson
- agustolafur
- hannesgi
- alit
- isdrottningin
- ippa
- gudmundsson
- olinathorv
- leikhusid
- joiragnars
- gudjonbergmann
- jevbmaack
- iaprag
- vitinn
- vinaminni
- helgivilberg
- heidathord
- nanna
- kiddirokk
- jonmagnusson
- heiddal
- eldjarn
- gullistef
- overmaster
- jonaa
- eysteinnjonsson
- joninab
- hogni
- jonthorolafsson
- gudni-is
- ktomm
- rannveigh
- hector
- 365
- braxi
- ravenyonaz
- semaspeaks
- palmig
- skinkuorgel
- bene
- bjorgvinbjorgvinsson
- doggpals
- limran
- kjarrip
- sigurdurkari
- mofi
- amman
- evathor
- hugdettan
- audureva
- thorunnvaldimarsdottir
- dunni
- photo
- ruth777
- steinunnolina
- jullibrjans
- kristinhelga
- venus
- martasmarta
- blekpenni
- einarolafsson
- alla
- ringarinn
- bergthora
- bogi
- gustasig
- larusg
- bjornbondi99
- steini69
- skrekkur
- markusth
- brylli
- sverdkottur
- glamor
- raggipalli
- manisvans
- idno
- gullilitli
- almaogfreyja
- komediuleikhusid
- arnaeinars
- lady
- valdis-82
- hoax
- bifrastarblondinan
- holmdish
- opinbera
- robertthorh
- annapanna77
- gebbo
- godinn
- helgadora
- monsdesigns
- skagstrendingur
- malacai
- jari
- evabenz
- helgafell
- mynd
- turettatuborg
- kristbergur
- ylfalind
- fidrildi2707
- kristinnsig
- krissa1
- kreppu
- gudrunfanney1
- einfarinn
- lillagud
- gruvman
- totinn
- magnolie
- kristbjorg
- lovelikeblood
- sigrunsigur
- asdisran
- must
- bylgjahaf
- siggagudna
- vertu
- liso
- johannahl
- kisabella
- raksig
- peturorri
- himmalingur
- hildurhelgas
- jyderupdrottningin
- mannamal
- sjonsson
- elisabeta
- einaroddur
- fhg
- megadora
- hthmagn
- svavarthai
- thurygudm
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- hreinsamviska
- kreppan
- lucas
- johannesgylfi
- little-miss-silly
- arnim
- stingistef
- annaragna
- arnaringvarsson
- agustg
- taoistinn
- birkir
- gisgis
- gattin
- esgesg
- elinsig
- gelin
- gotusmidjan
- hjordiz
- disdis
- holmfridurge
- minos
- haddih
- krist
- omarbjarki
- pattyogselma
- ragnar73
- sigurbjorns
- svanurg
- savar
- toshiki
- vala
- kermit
- thorrialmennings
Athugasemdir
Það verður að passa upp á þessar frönsku hefðarmeyjar, sérstaklega hafi þær ekki gert stykkin sín, í óratíma. - Vonandi hefur henni ekki orðið meint af, og þið náð á réttan stað áður enn allt gaf sig. - Það er þó bót í máli að þú mundir eftir regnhlífinni. - Því það þarf að skýla svona madömmum, þegar þær gera stykkin sín.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:06
Yndislegt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:08
skemmtileg frásögn
Brjánn Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 22:35
Kannski ég bindi trúss mitt við hunda í framtíðinni, hljómar mjög vel.
Kreppumaður, 12.7.2008 kl. 22:45
Kreppumaður: Ég verð að kynna þig fyrir hefðarmeynni þegar þú kemur af fjöllum.
Brjánn og Guðný: Takk.
Lilja Guðrún: Hvað með mig? Það rigndi nú duglega á mig. En auðvitað: Damerne först.....
Bergur Thorberg, 12.7.2008 kl. 23:07
Er ekki hægt að fá svona "franska prinsa". Þeir eru örugglega tryggari en íslenski karlmaðurinn.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 23:12
Guðrún: Ég get ábyggilega reddað þér einum, en þú verður bíða svona í eitt ár. Þú skilur.....
Bergur Thorberg, 12.7.2008 kl. 23:33
Það hljómar óneitanlega vel að einhver vilji kynna mig fyrir hefðameyjum, svo ég þarf að þiggja það boð. En hvenær ég verð í bænum er erfiðara að segja? Sennilega ekki fyrr en um miðjan ágúst.
Kreppumaður, 12.7.2008 kl. 23:35
Kreppumaður: Þá verð ég í London eða BNA. Ef almættið leyfir. Í minni fjallgöngu.
Bergur Thorberg, 12.7.2008 kl. 23:50
Þetta var líka of gott tilboð til þess að verða að veruleika.
Kreppumaður, 13.7.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.