Tóm tjara

Þetta finnst mér nú bara tóm tjara. Og hvaðan kemur svo öll þessi tjara? Frá Hollandi? Varla frá Tjörnesi? Annars eru þeir ansi uppátækjasamir Þingeyingarnir. Það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á. Það er vel við hæfi að skipið sem flytur tjöruna heitir Bitland. Þessi ósköp af tjöru koma sko til með að bíta vel í land þeirra Vestfirðinga.
mbl.is Tjöru landað á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Le Betiz

Nú tekur steininn úr. Hvað á að þýða að fjalla af slíkri vanvirðingu um okkur Þingeyinga. Ætli þér þætti þetta sniðugt ef þetta værir þú sem vegið væri að af slíku offorsi? Þótt skrifin eigi að vera í léttum dúr máttu vita að það er fólk að baki, fólk með tilfinningar!

Le Betiz, 14.7.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Snowman

Það besta við þetta er að það hefur aldrei verið tjara í þessu skipi svo ég viti... enda mörg ár frá því að tjaran var bönnuð til vegalagningar (malbikunar).  Efnið heitir bitumen eða bik á íslensku.  Bara svona smá fróðleiksmoli til ykkar

Snowman, 14.7.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband