Hvenær er draugur draugur?

Auðvitað trúa margir Danir á drauga. Sjaldan hefur verið eins reimt í Danmörku eins og á undanförnum misserum. Vart hefur orðið við draugagang í mörgum gömlum rótgrónum dönskum fyrirtækjum, sem einna helst hefur birst í því, að þau eru á einhvern yfirnáttúrulegan hátt farin að sýna hagnað, sem ekki hefur verið uppi á borðinu svo árum skiptir.  Það sem Danir vita aftur á móti ekki er, að draugarnir eru íslenskir athafnamenn í útrás og hafa komið Dönum að óvörum og hrært upp í þjóðfélagi danskra svo um munar. Svona væri aldrei hægt að plata Íslendinga. Íslendingar vita sko hvenær draugur er draugur og hvenær draugur er ekki draugur.
mbl.is Danir trúa á drauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Var pabbi Hamlets þá Íslenskur?

Kreppumaður, 17.7.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Eftir dauðann, tvímælalaust.

Bergur Thorberg, 17.7.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband