"Ég hef nú séð það verra" viðmótið

Ég tek undir með kollegum mínum á blogginu: Það á að loka svona menn inni og láta þá virkilega skynja afleiðingar gjörða sinna. Ofbeldi er alltaf slæmt en skilaboð sem yfirvöld senda almenningi í þessu landi eru líka oft ansi undarleg þegar kemur að ofbeldisbrotum. Ég segi það enn og skrifa: Það lítur oft út fyrir að ofbeldi sé ekki litið nógu alvarlegum augum hér á Íslandi. Eitthvað svona "ég hef nú séð það verra" viðmót. Helst þarf brotaþoli að vera nánast dauður til að eitthvað sé gert. Sjálfur hef ég lent í tilefnislausu ofbeldi á virkum degi í Reykjavík og var meiddur alvarlega, en ekki þurftu ofbeldismennirnir að líða fyrir það, þó þeir næðust með veski mitt og síma á sér. Við lifum á 21. öldinni en ekki á Sturlungaöld. Burt með hvers kyns helv...... ofbeldi með öllum ráðum. Margir hafa misst heilsu sína, andlega og líkamlega, bara vegna þess að einhverjir brjálæðingar hafa komist upp með það að berja mann og annan, ef þeim svo þóknast. Svo stela menn einu kjötlæri sér til matar og þá verður allt brjálað! Það er eitthvað að í dómskerfinu þegar kemur að ofbeldi. Það þarf að laga.
mbl.is Á gjörgæsludeild eftir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fer í endurvinnslu, þegar búðirnar opna á Auðkúluheiði, hm.

G.Bensen (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Satt segirðu þetta dómskerfi heima er kolruglað. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2008 kl. 16:32

3 identicon

Skammarlegusu dómar íslenskra dómsstóla eru í svona málum. Höfuðhögg eru ekkert annað en rússnesk rúlletta með mannslíf.

Oddi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband