Styðjum hina ötulu starfsmenn Sorphirðunnar

Ég skil vel reiði hinna svokölluðu ruslakalla. Það verður að líta á heildarmyndina og þjónustustigið áður en hlaupið er út í einhverja einkavæðingu. Ég þekki mann sem vann við götusópun hjá borginni áður en sá pakki var einkavæddur. Samviskusamari og duglegri manni, hef ég vart kynnst um ævina. Hann sópaði göturnar í miðborginni og var hvers manns hugljúfi enda duglegur með afbrigðum og gerði í raun og veru miklu meira en honum bar. Enda voru göturnar og ýmis port sem hann tók í leiðinni, nánast eins og allt væri stífbónað. Hann fékk að vísu vinnu eftir einkavæðinguna en hrökklaðist fljótlega úr starfi vegna aukins álags og ósanngirni að honum fannst. Afleiðing: Þessi harðduglegi maður mælir nú göturnar, þó hann vilji ekkert öðru fremur en vinna og fá fyrir það tilhlýðilega virðingu. Eins og hann fékk. Enda afbragðs verkmaður. Enda sést það í hverfinu þar sem ég bý að hans verklags nýtur ekki lengur við. Enga einkavæðingu í ruslinu. Punktum basta.
mbl.is Ruslakarlar öskureiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég las þessa frétt fyrir örfáum mínútum, þá hvarflaði hugur minn á hinu sama andartaki, algerlega ósjálfrátt út i hinn víða heim, enda hef ég ferðast víða.  Einhverra hluta vegna staðnæmdist hugsunin í borg á Ítalíu, þar sem ekki er þverfótað fyrir rusli um allar götur þessa dagana.  Rusli sem hefur sankast upp svo vikum og mánuðum skiptir, vegna þess að sorphirðufyrirtækið í þessari borg vinnur ekki sína vinnu.  Borgin er Napólí. 

Kannski er þetta það sem koma skal hér í Reykjavík, ef einkafyrirtæki kæmi í einkavæðingartilrauninni fram með vanáætlað tilboð í sorphirðu borgarinnar, þeas tilboð vel undir rekstarkostnaði hins opinbera, og færi síðan á hausinn.  Til hvers eiginlega að breyta og gera við það sem ekki er brotið?

Halldóra Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

eru ruslakonurnar ekki reiðar líka, alltaf bara talað um karlana í þessari starfsstétt en aldrei minnst á konunurnar  ....

Sigrún Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Jú, þær eru örugglega ekki sáttar heldur ,en sumar þeirra eru nú svo uppteknar við að leika í bíómyndum að þær hafa kannski ekki áttað sig almennilega á þessu ennþá.

Bergur Thorberg, 20.8.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband