Aftur og aftur

Ef Þorgerður Katrín vill fara aftur til Peking þá gerir hún það. En geri hún það þá bara á eigin vegum. Hún er búin að vera þarna og veita sinn móralska stuðning, líkt og forseti Íslands og frú. Ég veit að það er mikill handbolti í fjölskyldu Þorgerðar Katrínar og bara sjálfsagt að þau hjónin fari og rækti sitt áhugamál. En sem fulltrúi íslensku þjóðarinnar og í boði hennar aftur......... nei, það finnst mér ekki. Ég hef ekki trú á því að strákarnir spili betur þó menntamálaráðherra sitji á pöllunum. Hún þarf líka að sinna öðrum hlutum, svo sem skólamálum og menningarmálum (listum). Það gerir hún ekki meðan hún er í Peking. Held ég að minnsta kosti.
mbl.is Íhugar að fara aftur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

amen!!!!!! 10000% samála þér!!

Adda bloggar, 20.8.2008 kl. 23:04

2 identicon

Það er ábyggilega með rólegra móti í Menntamálaráðuneytinu um þessar mundir, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Græðgin...

Eva Benjamínsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Græðgin...... kennir valdafólki að spinna......

Bergur Thorberg, 21.8.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband