Nossari peppar upp íslenska liðið

Gaman að heyra að Nossarinn er að peppa íslenska liðið upp og spáir þeim sigri. Ég er ekki viss um að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikið íslenska liðið er í heimsfréttunum. Menn gapa af undrun út um allan heim yfir, að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona langt á Ólympíuleikum. En Gunnar Pettersen hittir naglann á höfuðið þegar hann að megin ástæðan fyrir velgengninni sé markmaður í heimsklassa og svo séu Íslendingar að sýna klassa leik í vörninni. Það hefur löngum verið vitað að góður árangur í handbolta og fótbolta byggist oftar en ekki á góðum markmanni og góðri vörn. Ofan á það má alltaf byggja. Það er einmitt það sem er að gerast hjá íslenska liðinu í Kína. Það er líka rétt hjá herra Pettersen að vi´höfum allt að vinna. Það er ekki slæmt að vinna silfur á Ólympíuleikum. Gleymum því ekki. En GULLIÐ er innan seilingar, gleymum því ekki heldur, kæru landar.
mbl.is Norski landsliðsþjálfarinn spáir Íslendingum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband