Agaleysi og leti

Þarna sjáum við svart á hvítu agaleysi okkar Íslendinga, virðingarleysi og LETI!! Við nennum ekki að labba og bílnum skal lagt fyrir utan þann stað sem við ætlum að heimsækja. Það er ekki til umræðu að labba nokkra tugi metra, að ég tali nú ekki um ef það er lengra. Það er ekkert verið að pæla í því hvort gangandi vegfarendur komist leiðar sinnar eða ekki. Eigum við ekki að reyna að laga þetta? Ha? Kæru landar.
mbl.is Fyrsti skóladagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að ekki sé minnst á fólkið sem leggur í fatlaðrastæði (fullfrískt að sjálfsögðu) til þess að spara sér sporin. Sumt fólk myndi eflaust leggja inni í verslunum og stofnunum ef það mögulega gæti...

Arnór (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Og bílarnir ekkert af minni endanum. Sammála Bergur minn göngum, þetta gengur ekki.

Eva Benjamínsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband