Hvað er "pógó"?

Ekki finnst mér skrýtið að Guðmundur vinur minn sé ennþá í sjokki. Hann ber jú ábyrgð á því að allt fari vel fram í skólanum sem hann hefur stýrt um árabil og gert að einum besta grunnskóla á landinu. Hver á von á svona ósköpum? Sem betur fer urðu engin slys á mönnum en hæglega hefði eitthvað getað farið úrskeiðis. Svo voru fíkniefni í spilinu, sem gera málið náttúrulega mun alvarlega. Vonandi verður hægt að kenna þessum ógæfupiltum lexíuna núna, í eitt skipti fyrir öll. En eitt skil ég ekki í fréttinni. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað "pógó" er. Það orð hef ég aldrei heyrt áður.
mbl.is „Eiginlega bara enn í sjokki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Deili með þér forvitni að vita hvað pógó er. Aldrei heyrt þetta áður.

Landfari, 26.8.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Stella Rán

Pógó er boltaleikur sem var fundinn upp löngu eftir að þú hættir að leika þér með bolta á skólalóðum

Stella Rán, 26.8.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Landfari

Stella, þú mátt alveg koma með nánari skýringu á leiknum. Útá hvað hann gengur og hvernig hann fer fram.

Landfari, 26.8.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Tek undir með Landfara. Út á hvað gengur þessi leikur?

Bergur Thorberg, 26.8.2008 kl. 10:02

5 identicon

Þetta er ss leikurinn : http://en.wikipedia.org/wiki/Four_square

Bryndís (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir uppl. Bryndís. kv.

Bergur Thorberg, 26.8.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband