Beita fyrir feitustu viðskiptavinina

Nostalgían hleypur upp í manni þegar maður minnist þess, að hafa farið með föður sínum í margar af bestu laxveiðiám landsins, þegar maður var barn og unglingur. Oftast kostaði það nú ekki mikið að fá að renna fyrir lax og stundum var leyfið veitt eingöngu fyrir vinskap við bændur eða greitt fyrir veiðiskapinn með öðrum greiða. Semsagt einhvers konar vöruskipti. Þetta er löngu liðin tíð. Nú er laxinn bara fyrir stórlaxa. Banka og fjármálamenn. Sem nota laxveiðina sem beitu fyrir feitustu viðskiptavini sína. Spilling í þessum efnum hefur líka náð til Ríkis og Borgar (Reykjavíkurborgar), eins og dæmin sanna. Mér tókst einu sinni fyrir nokkrum árum að kaupa mér veiðileyfi í Rangánum. Blöskraði mér þar græðgi manna í veiðinni og var engu líkara en menn væru staddir á bullandi vertíð, þar sem bjarga þurfti verðmætum á sem skemmstum tíma. Menn gáfu sér engan tíma til að njóta þess að vera úti í fallegri náttúrunni heldur stóðu í ánni allan daginn með brjálæðisglampa í augum. Mér er það einnig minnisstætt að það átti að múta mér úr ánni síðasta daginn ( ég átti þrjá daga), vegna þess að Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar var í heimsókn á Íslandi og hann og Dabbi ætluðu að veiða í ánni. Ég átti einmitt eftir að veiða bestu svæðin þennan dag og vildi ekki sleppa því, og gaf mig hvergi. Fékk ég skömm í hattinn fyrir að leggjast ekki á hnén og veita þeim aðgang að ánni. Síðan þá hef ég ekki rennt fyrir lax og sakna þess ekki. Lúxusinn á bökkum áa er orðinn svo yfirgengilegur (t.d. í veiðihúsunum), að manni bara blöskrar. Enn og aftur eru það peningarnir sem ráða ferðinni. Í laxveiði, sem og í öðru. Það held ég nú.
mbl.is Laxveiði slær öll met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband