Hús, bíll og framapot

Það er víðar en á Íslandi sem lýðurinn ærist yfir árangri sinna manna. Hús og bíll Takk!! Fyrir brons á Ólympíuleikum! Og sjálfsagt ýmislegt fleira. Þetta er í fyrsta skipti sem Afgani vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum og er hann orðinn algjör þjóðhetja í heimalandi sínu. Sjálfsagt að gera vel við kallinn. Öll þurfum við hetjur okkur til fyrirmyndar, virðist vera. Hetjudýrkun getur þó auðveldlega farið út í öfgar og þekkt er þegar misvitrir stjórnmálamenn nota fólk sem unnið hefur einhverja hetjudáð, pólitík sinni til framdráttar. Frægt er þegar Jesse Owens sigraði draumaprins Hitlers í langstökki á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Þar hafði Hitler ætlað að sýna fram á yfirburði hins aríska stofns, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Sumir hafa verið að gagnrýna það, að mest öll ríkisstjórnin hafi verið á sviðinu á Arnarhóli í gær og mér finnst þeir hafa ýmislegt til síns máls, þó mér sé eiginlega skítsama. Stjórnmálamenn hafa einstaka hæfileika til að gera sig hlægilega í framapoti sínu. En þeim virðist alltaf vera fyrirgefið það, a.m.k. á Íslandi.
mbl.is Konunglegar móttökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband