Til hamingju Hafnarfjörður

Þetta var nú bara alveg frábært hjá Hafnfirðingunum. Þeir spiluðu fótbolta eins og þrautþjálfaðir atvinnumenn og áttu sín færi þó þeir bökkuðu á stundum. Það er auðvitað allt annað að spila fótbolta við svona góðar aðstæður miðað við það að spila hérna heima. Ég er stoltur af strákunum í FH, og ég er enginn FHingur. Ég hef aldrei séð íslenskt félagslið spila svona góðan bolta á erlendri grund við svo gott lið, sem Aston Villa vissulega er. Til hamingju Hafnarfjörður.
mbl.is Aston Villa og FH skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Þetta fór alveg framhjá mér, er að frétta þetta hér og nú. Frábær frammistaða hjá liðinu.

Kristbergur O Pétursson, 29.8.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband