Afleiðingar embættisverka ráðherra

Ég ætlaði nú ekki að blogga meira um Björn Bjarnason í dag, en mikið er þetta talandi dæmi um afleiðingar embættisverka hans. Það er einhvers konar hroki sem fylgir honum alla tíð, sem mér og fleirum, hugnast ekki. Og virðist líka vera farinn að hafa alvarleg áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Ég segi nú ekki meira.
mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Við skulum vona, að Jóhann lögreglustjóri og félagar neyðist ekki til að leita pólitísks hælis...:)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.9.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hún er sérkennileg réttlætiskenndin. Sami maður vann eins og kría í mannaskít að gera hinn dæmda Árna Johnsen syndlausan með "uppreistri æru" svo hann gæti boðið sig aftur fram til þings. Ég held ég segi heldur ekki meira.

Haukur Nikulásson, 24.9.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Eðlilega verður fólk kjaftstopp við svona endaleysu og umræða um endaleysuna verður að annarri endaleysu.

Marta Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:38

4 identicon

Einkavinavæðingin í algleymingi. Það skyldi þó aldrei vera að það sé verið að rýma fyrir Halla Jó og félögum? Loksins þegar árangur næst í baráttunni við smyglara og annan óþjóðalýð, þá kemur BB auglýsir starfið laust til umsóknar. Hann er ekkert skárri en nafnar hans (B.B). Eini munurinn er sá að þeir stálu peningum sem aðrir áttu, en BB rænir menn  störfum sem eru virkilega að standa sig og útdeilir til vina og vandamanna.

Sveinn Þrastarson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband