Við þvoum hendur okkar

Ekki dettur mér til hugar að gera grín að þessum harmleik. En ein spurning vaknar þó í huga mér: Getur verið að eiturefnaiðnaður ýmiss konar og mikil mengun á þessum slóðum sé orsakavaldur í þessu máli? Hin svokölluðu "þróuðu ríki" hafa í áraraðir starfrækt sínar mestu eiturverksmiðjur í þriðja heiminum á kostnað íbúanna þar og oft með hörmulegum afleiðingum. Launakostnaður margfalt lægri og mútur og spilling í gangi. Og við í hinum "þróuðu ríkjum", þvoum oftar en ekki, hendur okkar, af ósómanum öllum og lokum augunum. Svo að við getum haft það sem allra allra best og sofið "syndlaus" á nóttunni.
mbl.is Vó 15,2 kg við fæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það er ekki ólíklegt að það sé eitthvað til í þessu hjá þér.  Eitthvað er það sem veldur því að svona hlutir gerist í þessum heimshluta.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:32

2 identicon

Erfðafræði....

Siggi (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Jónína Christensen

Ég held ad líklegra sé ad thetta sé jafnalgengt í öllum heimshlutum, en í okkar vestræna heimi ná thessi börn aldrei ad fædast, thau eru fjarlægd eftir nidurstödur sónarskodunar. Fóstureydingar eru ad öllum líkindum ekki framkvæmdar í Bangladesh.

Fram kom í fréttinni ad læknar hafi talid ad á ferdinni væru tví eda thríburar. Hefdi nú aldrei verid vafi á thví okkar megin í heiminum, konan hefdi farid í ótal rannsóknir.

Jónína Christensen, 27.9.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband