Ráðvilltir Spursarar

Ramos er ekkert að hætta sem knattspyrnustjóri Spurs. Hann verður þó að finna rétta uppstillingu á liðinu, ef ekki á að fara verulega illa. Mikið ráðaleysi var í leik liðsins í dag.  Spursmenn voru samt óheppnir í dag og augljóst víti sem þeir áttu að fá, þegar varnarmaður Portsmouth varði boltann með hendi, fór framhjá lélegum dómara leiksins. Eins er ömurlegt að sjá hvað fremsti maður liðsins er einangraður, þar sem Ramos spilar 4-5-1 leikkerfi. Það vantar hreinlega alltaf menn inn í vítateig andstæðinganna. Gefum honum nokkra leiki í viðbót.
mbl.is Ramos segir starf sitt ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Nokkra leiki og jafnvel að kaupa til baka sóknamennina sem vélaðir voru frá félaginu í haust.

Kreppumaður, 28.9.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hann fær hikstalaust þó nokkra leiki í viðbót. Liðinu hefur verið umbylt og það virðist taka sinn tíma að fínpússa þetta. Staðan í deildinni lítur illa út en ekki má gleyma sigrum í UEFA og deildarbikarnum.

En það er rétt; blóðtakan við fráhvarf Berbatov, Defoe og Keane er mikil.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband