Slor í Kauphöllinni

Ekki vissi ég að þeir væru svona brjálaðir í fisk í Kauphöllinni. Ég vissi heldur ekki að það hefði verið flakaður fiskur í Kauphöllinni. En nú er sem sagt útlit fyrir að svo verði á nýjan leik. Ég get ekki skilið orð forstjórans öðruvísi. Ég sem hélt í einfeldni minni að þeir vildu ekkert slor í Kauphöllina. Stjúpid mí.
mbl.is Vilja sjávarútvegsfyrirtæki aftur í Kauphöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Í þeim hremmingum sem ríða nú yfir efnahagslíf landsins verða líka kapparnir í kauphöllinni að vera með aukavinnu, í þessu tilfelli að flaka fisk á meðan þeir fylgjast með hruni krónunnar.  Enda fer hreistrið sem mun setjast á jakkafötin þeirra vel við silfurþræðina í silkibindunum.

Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 21:53

2 identicon

Same herestupid me.

Getur ætlunin verið að þeir fáu græði meira?

ee (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Hreistrið fer líka vel við gráar strípurnar, Kreppukall.

ee: Já já, kvótakóngar og allir hinir spútnikarnir.

Bergur Thorberg, 1.10.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Dalamaðurinn Þórður Friðjónsson virðist ekki hafa hugmynd um bága fjárhagsstöðu stóru útgerðarfyrirtækjana sem eru skuldsett upp fyrir rjáfur en tap HB-Granda var vel á fjórða milljarð á fyrri hluta ársins.

Sigurjón Þórðarson, 1.10.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, Sigurjón minn, hann hefur "dalað" svolítið í áliti hjá mér.

Bergur Thorberg, 1.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband