Eigum við 2 banka í fyrramálið?

Var verið að hrósa þeim? Var verið að vara þá við? Eða var einfaldlega verið að taka þá teppið? Eins og Hallgrím H forðum? Spyr sá sem ekki veit. Kannski á ég tvo banka í fyrramálið og þið líka. Annað eins hefur nú gerst.
mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við eigum enga banka. Hluthafar eiga banka. Þú yrðir ríkari ef þessir banka færu á hausinn.

Þórður S (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hverjir ætli komi svo til með að eignast Ísland þegar ríkissjóður fer á hausinn.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 00:19

3 identicon

Mér finnst líklegra að tveir bankar verði á landinu á morgun, fyrst verið er að ræða um tvo banka. Heyrst hefur kvittur um að Kaupþing vilji kaupa hlut ríkisins í Glitni. Það er síðan annað mál hvort að bankinn hafi yfirleitt bolmagn í það eða ekki. Verður áhugavert að fylgjast með næstu daga.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Ha, ha, kaupa hlut ríkisins.  Það eru ekki til peningar. 

Björn Heiðdal, 2.10.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: corvus corax

Hver ætli eigi blóðbankann?

corvus corax, 2.10.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband