Undir fuglasöng við fagran læk

Er nóg komið? Davíð Oddsson hefur ekkert með það að gera hvort hér verður mynduð þjóðstjórn eða ekki. Og hann lætur falla ummæli þar að lútandi í krafti embættis síns. Hann getur að sjálfsögðu haft á þessu skoðun eins og aðrir en og viðrað þær prívat, en ekki sem Seðlabankastjóri, og það á obinberum fundum. Er ekki bara kominn tími á aðra bók hjá Davíð? Það væri skárra en þetta. En ef hann tæki þá ákvörðun að skrifa hana í sveitinni undir fuglasöng við fagran læk, þá myndu Sjálfstæðismenn sjálfsagt elta hann þangað til að spyrja Kónginn, hvað væri nú til ráða. Verður aldrei hægt að losna við þennan annars ágætismann úr pólitík?
mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband