Steingrímur vill kjósa páfa

Þeir sem eru að horfa á beina útsendingu frá Alþingi, hafa vafalaust tekið eftir blómunum , sem eru fyrir framan ræðupúltið. Er þetta útfararkrans? Var að hlusta á Steingrím J. Sigfússon og hann vill læsa karla og konur inni í Höfða og hleypa þeim ekki út fyrr en hvítur reykur líður upp í himininn. Er ekki Steingrímur að rugla saman páfakjöri og hinni íslensku efnahagskreppu? Íslendingar eru ekki kjósa sér páfa. Íslendingar eru að berjast fyrir lífi sínu í efnahagskreppu sem sjálfkjörnir fjármálapáfar heimsins hafa skapað.
mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Svo var líka búið að lofa mér því óformlega að ég yrði næsti páfi.  Enda löngu komin tími á breytingar í Vatíkaninu og að trúleysingi fái að útdeila aflátsbréfum.

Kreppumaður, 2.10.2008 kl. 20:43

2 identicon

Áhugavert viðtal við Jón Daníelsson professor í London Scool of Economics í kvöldfréttum og Speglinum í kvöld.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426334/8http://dagskra.ruv.is/streaming/news/?file=4437647

Hans skoðun er að Seðlabankinn átti engan annan kost en að yfirtaka Glitni sem er í raun gjaldþrota og eina sem Glitnir getur lagt af mörkum eru vonlaus veð.

Áróður stjórnar Glitnis og stærstu hluthafa hefur verið viðstöðulaus. Auðvitað vilja stjórnvöld og Seðlabankans ekki koma fram með sannleikan þar sem það myndi grafa undan bankanum.... Oft má kyrrt liggja.... En sannleikurinn kemur fram um síðir. Eitt er að vera illa við Davíð annað er að sannleykurinn komi fram og það er ekki alltaf hann er í samræmi við þessa tilfinningalegu umræðu síðustu daga.

Gunn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband