Bíðum eftir næstu útrás

Jæja, þá er búið að leggja línurnar hvernig meðhöndla eigi þá sem stolið hafa milljörðum frá ríkinu. Auðvelt er að reikna upp verðmæti góssins í nærbuxnadómnum og yfirfæra á milljarðaránið og reikna refsingu milljarðaræningjanna í réttu hlutfalli við  það. Æjæj.....ástandið í fangelsismálum á Íslandi, býður ekki upp á það. Þá er bara að bíða eftir næstu útrás. Þá reddast þetta allt.
mbl.is Fjórir mánuðir fyrir stuld á nærbrókum og ilmvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Ég hnuplaði einu sinni Essófána og mátti dúsa í nótt í steininum fyrir það.  Hvað ætli ég hefði fengið þungandóm ef ég hefði læðst burt með eins og eitt olíufélag?

Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Dóm? Þú hefðir verið beilaður út á nóinu og málið dautt.

Bergur Thorberg, 14.10.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Kreppumaður

Og sennilega verið krossaður í bak og fyrir næstu áramót á eftir af forseta vorum.

Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Hallelúja. Kreppumaður sýnir gott fordæmi á erlendri grund.

Bergur Thorberg, 14.10.2008 kl. 17:07

5 identicon

Er brókarsótt saknæmt ástand, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband