Ógeðslegt

Þetta er náttúrulega með ólíkindum hvernig siðferðiskennd þessara manna er háttað. Íslendingar að níða niður sinn eigin gjaldmiðil. Viðkomandi eiga ekki skilið neina samúð. Þeir eiga með einhverjum hætti að gjalda fyrir þetta. Það vissu svo sem allir að það kæmi að því að krónan myndi falla, en að Íslendingar, með aðstoð bankanna, skyldu nýta sér það, er ekki bara til skammar, heldur ógeðslegt.
mbl.is Veðjuðu á veikingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvað er annars að frétta af krónunni þinni?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 3.11.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll gamli. Hún verður sett upp á Laugaveginum á næstu dögum. Hvernig líst þér á það?

Bergur Thorberg, 3.11.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvað eina, sem kemur vorri óstyrku krónu á fætur aftur, hjálpar...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 3.11.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Púkinn

Mér finnst þið vera að misskilja þetta.  Það var í sjálfu sér ekkert athugavert við að bankarnir veðjuðu á veikingu krónunnar á þeim tímapunkti þegar hún var augljóslega allt of sterk.  Ef bankarnir hefðu ekki veðjað gegn krónunni hefðu þeir getað tapað verulega á því.

Krónan var allt, allt of sterk, sökum fáránlegrar stjórnunar Seðlabankans og það var ekki spurning um hvort hún myndi hrapa, heldur bara hvenær.

Það sem var hins vegar athugavert við hegðun bankanna var að á sama tíma voru þeir að ota myntkörfulánum að sínum viðskiptavinum ... lánum sem þeir máttu vita að yrðu verulega óhagstæð gengju væntingar þeirra um fall krónunnar eftir. Ef þú vilt vera reiður út í eitthvað, ættirðu að horfa á það atriði - ekki stöðutökuna, sem var fyllilega eðlileg.

Sjá einnig það sem ég skrifaði hér http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/697200/

Púkinn, 3.11.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband