Vendipunktur

Það var ánægjulegt að vakna áðan og lesa þessa frétt. Þetta er söguleg stund og á vonandi eftir að hafa mikil áhrif um heimsbyggðina alla. Það var löngu kominn tími á þessar breytingar, sérstaklega í ljósi þess hvernig Georg Bush hefur farið með forsetavald sitt undanfarin 8 ár. Vonandi er heimsvaldastefna og alþjóðavæðing Bandaríkjamanna liðin undir lok og þeir geti nú ræktað sinn eigin garð, í stað þess að vaða yfir heimsbyggðina með hervaldi og í krafti peninga. Auðvaldið fer þó ekki neitt og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Obama tekst upp við að hemja hin herskáu og auðugu öfl, sem allir vita að róa sífellt undir í  þessu ríki, sem hefur talið sig vera lögreglu heimsins og stært sig af því að vera frjálsasta ríki jarðar. Alheimsvæðingunni svo kölluðu, hefur verið stýrt af Bandaríkjunum, en nú er mál að linni og lýðræðisríki um allan heim, geti geti lifað og þróað sitt lýðræði, án sífelldra afskipta Bandaríkjanna. Ég óska Bandaríkjamönnum öllum til hamingju á þessari sögulegu stundu.
mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært !

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband