Óeirðir?

Viðurkennum þetta strax: Óvandað fólk, vaðandi í peningum, hefur komið okkur í þá stöðu, sem við erum í, í dag. Látum þetta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og taka pokann sinn, eins og sagt er. Þetta gildir um auðmenn, stjórnvöld, misheppnaða embættismenn, verkalýðsforystuna og pótintáta alls þessa fólks. Nú fer eitthvað að gerast í íslensku þjóðfélagi, sem enginn vill í raun og veru að gerist. Menn verða reiðari og reiðari, enda margir um það bil að missa aleigu sína, og fólk má teljast heppið, svo lengi sem það hefur í sig og á. Ég er ansi hræddur um að það fari að sverfa til stáls innan skamms. Hvað gerist t.d. ef pundið rýkur upp í 300-350 kr á næstu dögum? Þá heyrist í einhverjum. Við bloggum og bloggum, en það er ekkert hlustað á okkur, þrátt fyrir að flett sé ofan af spillingarfólki daglega. Ef eitthvað sambærilegt væri að gerast í nágrannaríkjum okkar væri allt orðið brjálað. Fólk sæti inn í bönkunum (líka Seðlabönkum) og færi hvergi án útskýringa og aðgerða af hálfu stjórnvalda (sem væru örugglega fallin, ef ástandið væri svipað og hér). Kannski býst Björn Bjarnason við óeirðum, þar sem 250 nýir lögregluþjónar eru væntanlegir til starfa. Það er ekki falleg spá, en ég spái óeirðum af einhverju tagi, því ástandið á eftir að versna svo um munar á næstunni.
mbl.is Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heykvíslar á loft. Lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hræddur um þú hafir 110% rétt fyrir þér. Þetta á eftir að versna svo um munar þegar kemur fram á nýtt ár. Þökk sé íslenskum hryðjuverkamönnum vopnuðum verðlausum pappírum.

Björn Birgisson, 6.11.2008 kl. 16:13

3 identicon

Sæll Bergur.

Ég er sammála þér. Þegar kemur fram á veturinn og  ástandið fer að versna, þá mun fólk loksins gera sér grein fyrr hvað á eftir að gerast hér. Kreppan er nefnilega ekki byrjuð.

Það verða hér óeirðir sem engan órar fyrir í dag. Og löggubjálfar Björns Bjarnasonar verða sem olía á bálið.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Hryðjuverkamenn, já Börn. Kári minn: Ég er ekki frá því. Og..... heykvíslar eru til margra nota.

Bergur Thorberg, 7.11.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband