Cayman Islands

Eru nú Belgar komnir í spilið líka? Íslenska þjóðin veit ekki neitt. Eigum við að borga þeim líka? Hvaða ríki skyldi koma næst með kröfur? Grænhöfðaeyjar? Eða kannski bara Cayman Islands? Kannski eru peningar íslenskra auðmanna geymdir þar? Við ættum kannski bara að vísa Bretum, Hollendingum og Belgum þangað með kröfur sínar. Ekkert kemur á óvart lengur.
mbl.is Sameinast gegn Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar vita ekkert um hvernig þetta bankahrun hér er að hafa áhrif á venjulegt fólk í útlöndum.  Það eru t.d. margir ellilífeyrisþegar sem settu sparnað í Landsbanka í Lux.  Á Íslandi eru margir ellilífeyrisþegar sem munu aldrei koma fram í fjölmiðlum og kannast við að hafa tapað öllum sparnaði sínum.  Þá veit ég um gamla konu sem skilur EKKI og getur ekki skilið af hverju hún eigi ekki lengur 500 þúsund krónur sem var hennar sparnaður og henni var talin trú um að setja af bankabók yfir í peningamarkaðssjóð. 

..Þetta var jú sagt alveg það sama,,  Börnin hennar geta ekki útskýrt það fyrir henni - hvernig væri að Haarde myndi skýra orð sýn í ávarði til þjóðarinnar um að ALLUR sparnaður væri tryggður.  Hann skuldar þessari gömlu konu útskýringar.

Helga (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Svo sannarlega gerir hann það. Þetta er svo rotið allt saman að maður tekur fyrir nefið. Það er skylda okkar sem yngri erum að þrýsta á um réttlæti í samfélaginu og losa okkur öll við spillingabraskarana, sofandi stjórnmálamenn og gjörspillta fégráðuga verkalýðsforystu.

Bergur Thorberg, 7.11.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eru til stjórnmálamenn sem eru EKKI spilltir? Jú, sjálfsagt eru þeir til. Ég veit bara ekki hverjir þeir eru.

Þetta sem Helga segir frá er algjörlega ömurlegt! Það er líka þetta traust sem fólk setur á banka sem á stóran þátt í því að fólki finnst sjálfsagt að gera íslenska ríkið ábyrgt fyrir skuldum þjófa og bófa...Takk fyrir snjallan pisil þá hann hafi ekki verið langur! Stuttur og gagnorður.. :)

Óskar Arnórsson, 7.11.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband