Hvaða frekja er þetta eiginlega?

Hvaða frekja er þetta eiginlega? Auðvitað sitja stjórnmálamenn í valdastöðum eins lengi og þeir geta. Það gera embættismenn líka, það er að segja íslenskir. Sama hvað margar vitleysur þeir gera og hversu sofandi þeir eru. Kosningar? Þær eru sko ekki á dagskrá hjá þessum mönnum. Svona er Ísland í dag og hefur verið lengi.
mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kosningar yrðu salt í sár þjóðarinnar

Krafan um kosningar til Alþingis er hávær um þessar mundir, enda mikil óánægja í þjóðfélaginu. En hvað myndi breytast við nýjar kosningar? Framsókn minnkar jafnt og þétt, Frjálslyndir við það að þurrkast út. Samfylking með aukningu um 5-7%, Sjálfstæðisflokkur með 5-10% atkvæðatap og Vinstri grænir með einhverja aukningu. Hvernig stjórn kæmi svo í kjölfarið? Heldur fólk að það sé gott fyrir þjóðarbúið að fá VG inn í stjórn landsins? VG er að margra mati óstjórntækt afl sakir afturhalds og almennra leiðinda í flestum málum. Kosningar nú yrðu bara til að auka vanda okkar og strá frekara salti í sár þjóðarinnar.

Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Núverandi forysta er óstjórntæk einfaldlega vegna þess að það treystir henni enginn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Björn Birgisson

Jakobína! Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér, en hér hljómar sár og reið rödd. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru að mælast með um 65% fylgi. Við kjósum örugglega þegar öldurnar lægir. Lifðu heil!

Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 18:41

4 identicon

Það væri mjög óábyrgt að boða til kosninga núna. Þjóðin er allt of reið til að geta tekið skynsama ákvörðun. Enda vita allir að VG er flokkur sem getur ekki unnið með öðrum. Ég er ekki að hrósa ríkisstjórninni en ef þú hugsar málið vel og vandlega þá búa þeir yfir flestum fagmönnum þeirra flokka sem í boði eru núna. Við höfum ekkert með fólk með skoðanir að gera núna. Okkur vantar sérfræinga.

Axel (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það sem vantar eru aðgerða- og framtíðaráætlanir. Kosningar, eða allavega tilkynning um kosningar eftir x mánuði eða hvað það nú er myndu setja flokkana í aðgerðaáætlunargírinn.

Það fyrsta sem núverandi stjórnvöld hefðu átt að gera var að mynda þjóðstjórn allra flokka, mynda aðgerðaáætlun til þess að koma okkur upp úr holunni og tilkynna kosningar þegar sú áætlun er komin á gott skrið. Í kjölfarið á því geta flokkarnir hver um sig gert sínar framtíðaráætlanir með tilliti til hvernig við komum upp úr holunni og kjósendur geta gert upp fyrir sig hvaða framtíð við viljum fyrir Ísland.

Það er enn möguleiki fyrir stjórnvöld að gera þetta.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:41

6 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Vil bara taka það skýrt fram, enginn flokkur (stjórn eða stjórnarandstaða) hefur komið með nokkuð sem líkist aðgerðaáætlun um hvernig á að komast úr holunni né heldur höfum við fengið að vita hversu djúp holan er.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Björn Birgisson

Góð umræða. Sem sagt: kjósum síðar, kannski næsta haust í fyrsta lagi. Annað væri óráðsía og ábyrgðarleysi. Lifið heil!

Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 23:10

8 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það fer eftir því hversu vel gengur að:
1. rotta öllum saman til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu (eitthvað sem fólk VERÐUR að sætta sig við að gera saman)
2. hversu vel gengur að koma áætlunni í gang.

Björn Leví Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband