Hvar erum við á heimskortinu?

Íslenskur almenningur á að gera upp skuldir við Breta, sem eru til komnar vegna fjárglæframanna, sem eftirlitslaust fengu að stofna til þeirra vegna sofandaháttar íslenskra stjórnvalda og embættismanna þeirra. Vessgú. Þá er Bretum vinum okkar skítsama hvar við fáum fyrirgreiðslu. Það mætti nú samt segja mér að fjárkúgunin héldi áfram, þegar og ef við fáum lán hjá Rússum, Kínverjum og Hugo Chavez. Þá kúga þeir okkur bara í gegnum Nató. Hernaðarbandalagið Nató. Við Íslendingar þurfum að fara að skoða stöðu okkar á heimskortinu, mjög alvarlega.
mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Lega landsins er beitt vopn

"Það sé ekki íslenska ríkið sem standi í þessum vanda  heldur einkabankarnir og málið snúist um það að íslenska ríkið og almenningur ætli ekki að taka að sér að borga skuldir þessara einkaaðila"

Svo mælti umdeildur  og þreyttur Geir Haarde og mælti þar fyrir munn þjóðarinnar að þessu sinni.

Við erum herlaus og friðsöm þjóð - en við látum enga kúga okkur til neins. Ef "vinir" okkar í NATO ganga af krafti gegn okkur í okkar erfiðleikum - eigum við eitt sterkasta vopn í Evrópu - legu landsins. Ef við þurfum að beita því vopni í samningagerð verður allt vitlaust á norðurslóðum.

Vonandi sjá forráðamenn NATO  og forustumenn ráðandi þjóða þar innanbúðar til þess að halda "hryðjuverkamönnunum" á Íslandi góðum. Annars fer illa.

Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Skarpt.

Bergur Thorberg, 10.11.2008 kl. 22:09

3 identicon

Mér finnst að við ættum að láta þá algerlega eiga sig með tölu! Látum þessa vittleysinga fara til helvítis og til baka áður en við greiðum svo mikið sem 1 krónu. Asskotans vittleysisgangur í þessu liði það væri réttast að taka þetta allt og flengja með tölu.

Nina (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband