Stillimyndin er fín

Æi, einhvern veginn kem ég ekki til með að sakna Skjás Eins. Ósköp hafa þeir verið að sýna útþynnt efni í gegnum tíðina. Aflóga ameríska þætti og músík á milli. Ég held að við getum alveg verið án hans. Auðvitað tala ég aðeins fyrir sjálfan mig, það eru sjálfsagt einhverjir sem fíla þetta..... sem mér finnst drasl.
mbl.is Stillimynd á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski kemur þú ekki til með að sakna Skjásins en hvernig væri að hugsa um alla hina sem munu gera það???  Við sem ekki höfum efni á (eða neitum að borga) 7000 krónum á mánuði fyrir Stöð 2 og höfum ekki áhuga á tilgerðarlegu menningarefni á ruv fögnum Skjánum og vildum vel vilja senda okkar afnotagjöld til Skjásins frekar en ruv. Þetta er grimmdarleg skylduáskrift af stöð sem ég horfi aldrei á, svipað og þú yrðir skyldaður til að borga sömu upphæð beint til Skjás Eins. Ekki satt??

Lára (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:26

2 identicon

Ég mun sakna bestu sjónvarpsstöðar íslands sem kostaði mig ekki eina krónu, ég mun sakna House, ég mun sakna 30ROCK, ég mun sakna Game Tíví, ég mun sakna Dexter, ég mun sakna CSI, ég mun sakna Family Guy, ég mun sakna Californication, ég mun sakna Law and Order, ég mun sakna Jay Leno, ég mun sakna Dr. Phil, ég mun sakna Top Model, ég mun sakna Survivor, ég mun sakna HEROES.............................

OG ÉG MUN SAKNA ALLRA ÞEIRRA ÞÁTTA SEM SKJÁREINN UM EKKI SÝNA EÐA FRAMLEIÐA EF SKJÁREINN HÆTTIR.

Einar (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:51

3 identicon

hjartanlega sammála síðustu tveimur ræðumönnum!

Agla (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:43

4 identicon

Ef ekkert verra hefur hent þessa þjóð en að Sjáreinn sendi út stillimynd þá er hún í virkilega góðum málum.

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Björn Birgisson

Mín vegna má Skjárinn hverfa. Til hans var stofnað í þensluástandi, hann getur ekki lifað nú. Hann hefur verið frekur á auglýsingar, til að geta sýnt misslæmt efni, en ekki miðlað fréttum og fréttatengdu efni til okkar Íslendinga. Skjárinn hefði aldrei verið stofnaður í eðlilegu fjármálaumhverfi.

Björn Birgisson, 13.11.2008 kl. 22:33

6 identicon

Hver segir að sjónvarpsstöð verði að sýna fréttir? Fréttir eru í boði út um allt núna í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og á netinu. Það er ótrúlega þröngsýnt að heimta fréttir frá öllum sérstaklega þegar oft er bara ekkert að frétta á Íslandi. Þar að auki eru fréttir rosalega dýrar í framleiðslu og því væri rugl fyrir Skjá Einn að fara að framleiða fréttir þegar það eru núþegar tvær stöðvar sem gera það. Og það eru jú sumir sem vilja bara horfa á eitthvað léttmeti stundum og það er fólkið sem Skjár Einn hefur alltaf sagst vilja þjóna fyrst og fremst.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband