Ekki í sama báti

Þetta kom mér ekki svo mjög á óvart. Guðni kallinn, þessi hressi orðhnyttni maður, er nú horfinn úr orrahríð stjórnmálanna. Átakafundur fyrir helgi í flokknum, þar sem flokksþingi var flýtt vegna Evrópumála, og ljóst að Guðni var þar ekki í sama báti og Valgerður og fleiri forystumenn flokksins. Þetta var ljóst fyrir mörgum árum þegar Halldór Ásgrímsson var farinn að gæla við Evrópusambandsaðild. Gangi Guðna vel á nýjum vettvangi. Nú þurfa fleiri að axla ábyrgð og það úr öðrum flokkum. Það held ég að sé nokkuð ljóst og er hrein og bein krafa þjóðarinnar.
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Óneitanlega dálítið fyndið!

Háværar kröfur um mannaskipti hljóma um allt þjóðfélagið. Mannaskipti í stjórnarliðinu, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og víðar og víðar. Enginn í hreyfir sinn rass af þeim stólum. Stjórnarandstæðingar hins vegar leggja niður skottið og hlaupa á brott. Hættir, farnir, bless og takk fyrir allt og gangi ykkur vel. Aðrir rassar hreyfast ekkert. Nokkuð skondið.

Björn Birgisson, 17.11.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband