Ég verð að afþreyja mig

Þið verðið að fyrirgefa, en "Íslensk afþreying", er eitt allra slappasta og lélegasta nafn á fyrirtæki sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Þvílíkt hugmyndaflug, eða ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að sökkva endanlega í afþreyingarpottinn og drukkna þar? Íslensk afþreying? Eru það allir afdönkuðu amerísku þættirnir sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi í áraraðir. Á útvarpsstöðvum félagsins má bara bjóða upp á efni sem ekki truflar neinn, gjörsamlega flatt. Afþreying? Á maður að líta á fréttir sem afþreyingu? Fréttablaðið? Á það bara að vera afþreying? Tónlistin hjá Senu? Á hún bara að vera diskó, evergreens, rómantískt bull og vitleysa? Vitiði, ég get ekki skrifað meira um þetta. Ég ætla að fara og finna mér eitthvað til afþreyingar. Ég verð að afþreyja mig.
mbl.is 365 verður Íslensk afþreying
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Valdimarsdóttir

gott að nota sögnina afþreyja, opna þetta litla klemmda mál. Þú passar að láta hana ekki taka þágufall!  væri þá eins og að þvo sér, afþreyja sér, sem passar því þetta er svo nærri manni, eins og lyfta sér upp.         afþreyja sik frekar eins og að aflúsa sig, afþreyjast. Afþreyðu mig.

Þórunn Valdimarsdóttir, 21.11.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband