Látum verkin tala

Íslendingar halda áfram að láta kúga sig. Það er eins og þrælslundin sé föst í blóðrásinni. Það er löng hefð fyrir orðinu á Íslandi og kjaft getum við rifið, en nú er kominn tími aðgerða. Berum þetta sofandi og spillta fólk út úr fílabeinsturnum sínum og byrjum upp á nýtt. Það er ekki hægt að sama fólkið eigi að endurreisa Ísland og kom því í þá stöðu, sem það er í dag. Látum núna verkin tala. Einu sinni.
mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Íslendingar eru sérfræðingar í mörgu, þeir eru sérfræðingar að tuða úti í hornum en þora ekki að láta verkin tala.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn eru að kvarta undan því á blogginu núna að fullbúið danskt herskip liggji við höfnina í Reykjavík. Sé búið að liggja þar siðan skömmu eftir hrun bankanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já en danir eru ekki vinir okkar eða hvað ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eru þeir ekki að ná í handritin?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.11.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Við eigum eftir að biðja þá að taka okkur aftur undir sinn hatt. Danir eru skynsamir, þeir geta kennst okkur ýmislegt, ekki spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband