Jón Ásgeir og Ég

Vegna sögusagna um, að verkið mitt: ANDA INN-- ANDA ÚT,  "íslenska krónan í görgæslu", sem er nú til sýnis í Kringlunni, hafi orðið til, vegna óeðlilegra sambanda minna við Myndlistarbanka Íslands,vil ég taka fram, að þær eru ekki á rökum reistar. Í fyrsta lagi, hef ég aldrei, utan einu sinni, þegið styrk frá íslenska ríkinu, og sá styrkur var tilkominn vegna þess, að ég hitti einu sinni í den, heiðursmann á bar, sem hét Kristinn Hallsson, ekki barinn, heldur maðurinn. Styrk þennan frá menntamálaráðuneyti Íslands, en þar vann Kristinn þá, fékk ég í þann mund sem för minni var heitið til Portúgals, og hugðist ég eyða tíma mínum þar, til að mála eða gera eitthvað annað, í mjög svo hæfilegri fjarlægð frá Íslandi. Daginn áður en ég lagði í'ann, mætti mér umslag merkt "Menntamálaráðuneytiið", á gólfinu fyrir framan póstkassann. Inni í því var ávísun að upphæð : 30.000.00. Fyririgefiði, Þrjátíu þúsund íslenskar krónur, í den. Núllin rugla okkur svo mikið í dag. Sérstaklega ef þeim er bætt aftan við. Bingó. Ég hafði fengið styrk úr Félagsheimilasjóði Menntamálaráðuneytis Íslands, til að fara út á land, til að sýna verk mín í Félagsheimilum á landsbyggðinni. En þar sem að ég var á förum frá landinu, nýttist þetta mér vel, fátækum, en ekki Félagsheimilum  og þaðan af síður landsbyggðinni.  Þannig að ég játa það, að hafa notað, hina "þrjátíu silfurpeninga", í öðrum tilgangi, en til var ætlast, af Ríkisvaldinu.  En krónuverkið mitt í Kringlunni núna, Anda inn-- Anda út, er bara 0.000067 % af þeirri "myndlist", sem er í boði á Íslandi í dag, Þannig að, ekki kenna mér um það, þó að hún sé ekki í lagi.  Kannski væri  betra, að núllin, væru fyrir framan, en ekki fyrir aftan.
mbl.is Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Sara

Hehhe,,,,, já þú segir. Gott þú gast notast við þessa fá krónur

Eygló Sara , 23.11.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband