Eins og tvöfaldur brennivín.... á klaka

Nú verður IMF að fá að láni hjá Jappa vini sínum, til þess að geta lánað Íslandi, og Jappi fær lán hjá Finni vini sínum og Jóni Jónssyni, og þú færð lán hjá Jappa, eins og ekkert hafi í skorist. Einfalt mál. En samt...... óþarflega flókið. Fyrir almenning. Á landinu góða. Ísum þakið. Eins og tvöfaldur brennivín, á klaka.
mbl.is Botni kreppunnar ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En nú rennur upp fyrir mér sá blákaldi veruleiki að margra er saknað. Skyldu þeir hafa orðið undir brakinu í bankahruninu? Við hverja á ég? Jú, nema ef vera skyldi heima-skyndi-sjálfmenntuðu gourmetkokkarnir og vínsmakkararnir, sem vermdu skjái landsmanna í altmulig þáttaskrípum og skreyttu síður glanstímaritanna. Á ekkert að athuga málið? Hér gæti hafa glatast gríðarleg og óafturkræf þekking, sem gæti staðið enduruppbyggingunni verulega fyrir þrifum, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband