Kerald Sullenbergers er að sökkva

Þeir heita allir svo fallegum og traustum nöfnum þessir menn. Tryggvi (trygglyndur og trúr), Hreinn Loftsson, (hvað er betra en hreint íslenskt fjallaloft). En Kerald Sullenbergers er um það bil að sökkva og í keraldinu er maður sem skýtur föstum skotum, sem hverfa út í sortann og skolast svo burt í brimróti hinnar skuldsettu þjóðar í norðrinu.
mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega vantar uppá hjá þér ef þú trúir Tryggva. Hann situr í stjórnum félaga sem Baugur á - eða á félög með Baugi - amk 6 félög skv. firmaskrá. Ekki vera blindur af heimsku.

Leiðrétting (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Túlkar þú þetta sem stuðningsyfirlýsingu við Tryggva? Þá ertu úti að aka...... eða vantar eitthvað upp á húmorinn.... kv.

Bergur Thorberg, 16.12.2008 kl. 12:49

3 identicon

Leiðréttingarhundurinn er eitthvað fúll núna Beggi minn

Krímer (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 15:42

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Tryggvi kann að vera vænsti náungi, málið snýst ekki um það. Ég hef lesið dóminn í Baugsmálinu og ráðlegg þér að gera það líka og endurskoða svo að því loknu þessa yfirlýsingu. Tryggvi á enn eftir meira en ár af skilorðsdómi sínum vegna þess. Baugsmálið eru jú aðeins stærsta fjársvikamál sem réttað hefur verið í á Íslandi og ég held að það sé heppilegra miðað við hversu viðkvæmt ástandið er að sneiða hjá svona ráðningum.

Þetta er maðurinn sem er að meta hversu mikið eða lítið á að fella niður af skuldum fyrirtækjana í landinu.... þ.m.t fyrirtækja sem Baugur og aðrir viðskiptafelagar hans eiga einhvern hlut í.

Þetta er í besta falli óheppileg, hversu góður maður sem Tryggvi kann að vera.

http://savar.blog.is/blog/savar/entry/747037

Sævar Finnbogason, 17.12.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband